Handbolti

Undankeppnin í Asíu endurtekin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kyung-Shin Yoon í leik gegn Kúvæt.
Kyung-Shin Yoon í leik gegn Kúvæt. Nordic Photos / AFP

Alþjóðahandboltasambandið, IHF, hefur ákveðið að endurtaka skuli undankeppni Asíu fyrir Ólympíuleikanna í handbolta vegna ásakana um spillingu.

Bæði leikirnir í karla- og kvennaflokki verða endurteknir og í þetta sinn mun IHF hafa umsjón með framkvæmd allra leikjanna.

Í fyrri undankeppninni vann mættust lið Kúvæt og Suður-Kóreu í afar umdeildum leik sem dómarapar frá Jórdaníu dæmdi. Vegna leiksins kom jafnvel til greina hjá Alþjóða ólympíusambandinu að kippa handboltanum af dagskrá Ólympíuleikanna í Peking á næsta ári.

Í karlaflokki munu nú Suður-Kórea, Kúvæt, Katar, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Japan keppa um sæti á Ólympíuleikunum. Í kvennaflokki verða það lið Kasakstan, Suður-Kóreu, Katar og Japan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×