Innlent

Ríkisstjórnin heldur velli

Ríkisstjórnin heldur velli með 32 þingmenn samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallups fyrir Morgunblaðið og RÚV.

Samkvæmt könnuninni sem gerð er á landsvísu mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 40,6 prósenta fylgi og bætir við sig milli vikna. Vinstri græn fengju 21,1 prósent atkvæða sem þýðir að fylgi þeirra hefur minnkað um þrjú prósentustig milli vikna. Samfylkingin mælist með 19,5 prósent samkvæmt könnuninni og bætir lítillega við sig frá fyrri könnun.

8,1 prósent segjast mundu kjósa Framsóknarflokkinn, 5,4 prósent Frjálslynda flokkinn, Íslandshreyfingin mælist með 4,5 prósenta fylgi og Baráttusamtök eldri borgara og öryrkja með 0,8 prósent. Þrátt fyrir að breytingar á fylgi flokkanna taki engun stórbreytingum milli vikna þýða þær samt að samkvæmt könnun þessarar viku heldur ríkisstjórnin.

Það lyftist væntanlega brúnin á Framsóknarmönnum við þau tíðindi en samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 í Norðausturkjördæmi kom í ljos að Framsóknarflokkurinn tapar tveimur þriðju af fylgi sínu í Norðausturkjördæmi. Sama könnun segir Sjálfstæðisflokkinn auka fylgi sitt þar um tæp níu prósentustig. Vinstri græn hækka um átta og Samfylkingin bætir við sig tveimur prósentustigum. Íslandshreyfingin mælist með tæplega sex prósenta fylgi í Norðaustukjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×