Innlent

Vill taka upp eðlileg samskipti við Palestínustjórn

MYND/Anton Brink

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra vill taka upp eðlileg samskipti við þjóðstjórn Palestínumanna og hyggst heimsækja Palestínu til að kanna hvernig Íslendingar geti beitt sér betur þar.

Þessu lýsti hún yfir á Alþingi í gær í umræðum um þingsályktunartillögu Vinstri grænna um málið. Ingibjörg Sólrún sagði enn fremur að hún hygðist ræða þetta mál við utanríkisráðherra Noregs í lok mánaðarins en Norðmenn hafa þegar viðurkennt ríkisstjórn Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×