Erlent

Bush fjölgar hermönnum um 21.500

MYND/AP

Samkvæmt nýjustu fregnum mun George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fjölga hermönnum í Írak um 21.500 manns. Áður var talið að það myndu verða 20.000. Einnig hefur verið skýrt frá því að Bush ætli sér að biðjast afsökunar á því að hafa ekki haft nógu marga hermenn í Írak eftir innrásina.

Helstu rökin fyrir því að fjölga hermönnum nú segir Bush vera að nauðsynlegt sé að hreinsa ákveðna staði af víga- og hryðjuverkamönnum af báðum trúflokkum, súnní og sjía múslimum, en Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki mátt ráðast gegn sjía múslimum. Bush segir að nú sé verið að klára það verkefni sem mistókst að klára við lok innrásarinnar.

Bush tilkynnir einnig að bandaríski herinn muni ekki verða í Írak um ókomna framtíð og telja fréttaskýrendur líklegt að brottflutningar geti hafist í nóvember á næsta ári. Með því að bæta við 21.500 hermönnum verða alls 153.000 hermenn í Írak og er það nærri metfjölda hermanna en þegar kosningarnar fóru fram í Írak voru um 160.000 bandarískir hermenn í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×