Handbolti

Sävehof jafnaði á síðustu sekúndu

Hreiðar Guðmundsson, leikmaður Sävehof í Þýskalandi.
Hreiðar Guðmundsson, leikmaður Sävehof í Þýskalandi.

Hreiðar Guðmundsson og félagar í Sävehof tókst að bjarga stigi í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Liðið lék gegn Lugi og var þremur mörkum undir þegar skammt var til leiksloka.

Leikmenn Sävehof skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og náðu að jafna metin á síðustu sekúndu leiksins með marki Viktor Friden. Hreiðar stóð á milli stanganna í marki Sävehof.

Liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar þegar tólf umferðum er lokið með fimmtán stig. Ystad er á toppnum með nítján stig, tvieimur meira en Hammarby og Redbergslid.

Íslendingaliðin Elverum og Kragerö töpuðu með minnsta mun í norsku úrvalsdeildinni í gær.

Elverum tapaði á útivelli fyrir Vestli, 27-26. Sigurður Ari Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir liðið og Ingimundur Ingimundarson eitt. Samúel Ívar Árnason komst ekki á blað.

Magnús Ísak Ásbergsson skoraði fjögur mörk fyrir Kragerö í gær en það dugði ekki til gegn Stord sem vann leikinn, 28-27, á heimavelli Kragerö. Liðið er því enn stigalaust á botni deildarinnar.

Elverum er í áttunda sæti með átta stig en Dramman er á toppnum með átján stig eftir tíu leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×