Innlent

Baugsmálið stærsta fjölmiðlamál ársins 2006

MYND/GVA

Baugsmálið var stærsta fjölmiðlamál síðasta árs samkvæmt könnun sem Gallup Capacent gerði fyrir Fjölmiðlavaktina. Tæplega 43 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni sögðu Baugsmálið það stærsta en þar á eftir koma Kárahnjúkar sem 15 prósent landsmanna telja stærsta stærsta fréttamál síðasta árs. Til viðbótar við niðurstöðu um Kárahnjúkar mældist almenn umfjöllun um virkjanir og álver vera stærsta fjölmiðlamál ársins 2006 hjá 2,9 prósentum aðspurðra.

Í tilkynningu frá Fjölmiðlavaktinni segir að niðurstöðurnar séu nokkuð athyglisverðar þar sem umfjöllun um Kárahnjúka var mun meiri en umfjöllun um Baugsmálið. Þannig voru fréttir og greinar þar sem Kárahnjúkar voru nefndir alls 2.024 árið 2006 en fréttir og greinar um Baugsmálið alls 943 talsins.

Í þriðja sæti kom svo yfir stærstu mál ársins 2006 mældist svo umfjöllunin um Byrgið en þess ber að geta að könnunin var gerð 13.desember 2006 - 2.janúar 2007. Önnur málefni sem tilgreind voru sérstaklega og mældust með á bilinu 2-4 prósent voru olíusamráðið, fjölmiðlafrumvarpið, Árni Johnsen, RÚV - hlutafélagavæðing, virkjanir/álver almennt, DV og hleranir.

 

Athygli vakti hjá Fjölmiðlavaktinni að umfjöllun um kosningar náði ekki að vera meðal þeirra málefna sem mældust með hærri en tveggja prósenta niðurstöðu, en í umfjöllun um kosningarnar mældust þó yfir 3 þúsund fréttir og greinar á vormánuðum.

 

Endanlegt úrtak í könnuninni voru 1.294 manns á aldrinum 16 - 75 ára og var svarhlutfall 61,8 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×