Handbolti

Þrettán mörk Ragnars dugðu ekki til sigurs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Óskarsson fór á kostum í frönsku deildinni á miðvikudagskvöldið.
Ragnar Óskarsson fór á kostum í frönsku deildinni á miðvikudagskvöldið. Mynd/Daníel

Ragnar Óskarson fór á kostum með liði sínu, USAM Nimes, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í fyrrakvöld.

Ragnar skoraði þrettán mörk í leiknum, þar af þrjú af vítalínunni. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem Nimes tapaði á útivelli fyrir Tremblay, 32-30.

Ragnar hitti úr tíu af fimmtán skotum sínum í leiknum og þar að auki öll vítin sín. Hann tapaði þremur boltum og fékk einu sinni brottvísun.

Vefsíðan HANDzone reiknar út framlagsstuðul hvers leikmanns í öllum leikjum. Ragnar fékk 26 stig, hæst allra leikmanna í leiknum.

Ragnar er í fjórða sæti yfir alla leikmenn í frönsku deildinni í þriðju umferð.

Nimes er í áttunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×