Innlent

Grunaðir bræður komu á skútu til Fáskrúðsfjarðar 2005

Tveir af mönnunum, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi vegna smyglmálsins í skútunni á Fáskrúðsfirði, eru þeir sömu og sigldu skútu til Fáskrúðsfjarðar í september fyrir tveimur árum og báru við vélarbilun. Þá fóru þeir í land og fengu að hringja, líkt og skútumennirnir gerðu í gærmorgun.

Á minni símans sást hvert þeir hringdu og þannig fékkst upp hver var ábyrgðarmaður bátsins, því bátsverjarnir voru farnir frá Fáskrúðsfirði með allt lauslegt úr skútunni, án þess að ganga frá sínum málum við hafnaryfirvöld. Þrettánda maí í fyrra var svo báturinn sóttur án þess að látið væri vita af því.

Skútan, sem kom í hitteðfyrra hét Lucky Day, en á hann vantaði öll önnur skráningarnúmer, líkt og á skútuna, sem kom til Fáskrúðsfjarðar í gær. Mennirnir sem um ræðir eru bræður, fæddir 1976 og 1980 og er sá eldri búsettur í Noregi. Það var hann sem greiddi hafnargjöldin af Lucky Day.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×