Enski boltinn

Eggert vill burt frá Upton Park

Eggert Magnússon er kóngurinn á Upton Park. Hann er hins vegar í leit að nýju höfuðveldi.
Eggert Magnússon er kóngurinn á Upton Park. Hann er hins vegar í leit að nýju höfuðveldi. MYND/AFP

Framtíð West Ham liggur frá Upton Park, núverandi heimavelli liðsins, að því er Eggert Magnússon, stjórnarformaður félagsins, segir í samtali viðLondon Evening Standard í morgun. Eggert vonast til að félagið fái afnot af væntanlegum Ólympíuleikvangi borgarinnar en ef að þær áætlanir gangi ekki eftir muni félagið einfaldlega leita eitthvert annað.

Eggert hefur fundað mikið með Ken Livingstone, formanni Ólympíunefndar London, síðustu vikur um möguleika West Ham á að fá afnot af Ólympíuleikvanginum sem byggður verður fyrir leikana 2012.

"Það eru stöðugar viðræður í gangi og það er ljóst að það verður erfitt fyrir okkur að ná samkomulagi. En ef það á ekki að verða að við flytjum á Ólympíuleikvanginn þá förum við eitthvað annað," staðfesti Eggert í morgun.

West Ham mætir Watford í enska bikarnum í dag og segir íslenski stjórnarformaðurinn að það sé gríðarlega þýðingarmikið fyrir liðið að ná sigri í leiknum.

"Góður árangur í bikarkeppni gefur mikið sjálfstraust eins og við sáum í fyrra þegar liðið fór alla leið í úrslit. Við höfum verið að ná okkur betur á strik í síðustu þremur leikjum skorað nokkur mörk og fengið stig. Við vonumst til þess að halda áfram að bæta okkur gegn Watford," sagði Eggert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×