Erlent

„Ekki setja manneskju í þvottavélina.“

Nauðsynlegt þykir að vara fólk í Bandaríkjunum við því að setja annað fólk inn í þvottavélar.
Nauðsynlegt þykir að vara fólk í Bandaríkjunum við því að setja annað fólk inn í þvottavélar. MYND/AP

Bandarískt félag sem sérhæfir sig í því að berjast gegn lögsóknum hefur safnað saman lista yfir fáránlegustu viðvaranir á vörum á síðasta ári. 150 viðvaranir bárust til félagsins og sú sem bar sigur úr býtum hljóðaði svo: „Ekki setja manneskju í þvottavélina."

Í öðru sæti lenti viðvörun sem var á þessa leið: „Aldrei nota eldspýtu eða óvarinn eld til þess að athuga eldsneytismagn" en hún var á sjósleða. Aðrar merkingar sem þóttu það fáránlegar að þær urðu að fá heiðurstilnefningu voru til dæmis á þessa leið: „Ekki þurrka símann þinn í örbylgjuofninum", „Ekki lesa símaskránna undir stýri" og á lottómiða einum stóð „Ekki strauja."

Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem merkut vörur sínar á þennan hátt segja merkingarnar eiga fullan rétt á sér því þau hafi öll lent í því að mál hafi verið höfðuð gegn þeim fyrir einmitt það sem er nú varað við á miðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×