Pottþétt við mætum ÍS 31. mars 2007 10:30 Hildur Sigurðardóttir skorar hér góða körfu fyrir Grindavík en það dugði ekki til gegn Keflavík í gær. MYND/víkurfréttir körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður. Grindavík tefldi fram nýjum bandaríkjamanni í leiknum, Monicu Diamond, en hún var ekki öfundsverð að ná bara einni æfingu með liðinu. Diamond var engin Tamara Bowie en skoraði þó 17 stig. Keflavíkurliðið var með frumkvæðið í leiknum eftir að 18-3 sprettur kom þeim í 27-15 í fyrsta leikhlutanum en Grindavík gafst aldrei upp og átti nokkra góða spretti. “Það er erfitt að sætta sig við það þegar leikmaður ákveður að fara í miðri úrslitakeppni, segist vera að með veika frænku, en síðan heyrir maður þær sögur að hún sé á leiðinni í WNBA-körfuboltabúðir á sunnudaginn,” sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur um brotthvarf Tamöru Bowie sem stakk af fyrir leikinn. “Veturinn var nokkuð góður, við erum að fylgja þriggja ára plani. Við erum að ná að móta liðið saman og þetta er flott lið. Miðað við aðstæður þá er ég mjög stoltur af mínu liði. Við gerðum okkar besta en þetta er það lið sem menn ættu að fylgjast með í framtíðinni svo framanlega sem að þessi hópur haldi áfram saman og að vinna þessa vinnu sem hann hefur verið að gera í vetur,” bætti Unndór við. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með sínar stelpur. “Þetta er það sem við stefnum að allan veturinn. Það að þær misstu útlendinginn sinn lagði grunninn að þessum sigri. Ég er með rosalega gott lið og get spilað á mörgum mönnum og það skiptir öllu í svona seríu,” sagði Jón Halldór og hann er viss um hvoru liðinu hann mætir í úrslitum. “ÍS, það er pottþrétt,” sagði Jón Halldór að lokum. - óój Stig Grindavíkur: Hildur Sigurðardóttir 22 (11 frák., 5 stolnir), Monica Diamond 17, Petrúnella Skúladóttir 12 (10 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Alma Rut Garðarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Stig Keflavíkur. María Ben Erlingsdóttir 20 (8 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 18, Margrét Kara Sturludóttir 14 (9 frák., 4 varin), Kesha Watson 13 (9 frák., 6 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Marín Rós Karlsdóttir 6, Birna Valgarðsdóttir 5. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður. Grindavík tefldi fram nýjum bandaríkjamanni í leiknum, Monicu Diamond, en hún var ekki öfundsverð að ná bara einni æfingu með liðinu. Diamond var engin Tamara Bowie en skoraði þó 17 stig. Keflavíkurliðið var með frumkvæðið í leiknum eftir að 18-3 sprettur kom þeim í 27-15 í fyrsta leikhlutanum en Grindavík gafst aldrei upp og átti nokkra góða spretti. “Það er erfitt að sætta sig við það þegar leikmaður ákveður að fara í miðri úrslitakeppni, segist vera að með veika frænku, en síðan heyrir maður þær sögur að hún sé á leiðinni í WNBA-körfuboltabúðir á sunnudaginn,” sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur um brotthvarf Tamöru Bowie sem stakk af fyrir leikinn. “Veturinn var nokkuð góður, við erum að fylgja þriggja ára plani. Við erum að ná að móta liðið saman og þetta er flott lið. Miðað við aðstæður þá er ég mjög stoltur af mínu liði. Við gerðum okkar besta en þetta er það lið sem menn ættu að fylgjast með í framtíðinni svo framanlega sem að þessi hópur haldi áfram saman og að vinna þessa vinnu sem hann hefur verið að gera í vetur,” bætti Unndór við. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með sínar stelpur. “Þetta er það sem við stefnum að allan veturinn. Það að þær misstu útlendinginn sinn lagði grunninn að þessum sigri. Ég er með rosalega gott lið og get spilað á mörgum mönnum og það skiptir öllu í svona seríu,” sagði Jón Halldór og hann er viss um hvoru liðinu hann mætir í úrslitum. “ÍS, það er pottþrétt,” sagði Jón Halldór að lokum. - óój Stig Grindavíkur: Hildur Sigurðardóttir 22 (11 frák., 5 stolnir), Monica Diamond 17, Petrúnella Skúladóttir 12 (10 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Alma Rut Garðarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Stig Keflavíkur. María Ben Erlingsdóttir 20 (8 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 18, Margrét Kara Sturludóttir 14 (9 frák., 4 varin), Kesha Watson 13 (9 frák., 6 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Marín Rós Karlsdóttir 6, Birna Valgarðsdóttir 5.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum