12 lið verða í Landsbankadeild karla og 10 lið verða í Landsbankadeild kvenna frá og með tímabilinu 2008, en breytingartillaga þess efnis var samþykkt á ársþingi KSÍ í dag. Þá var Eggert Magnússon kosinn heiðursforseti KSÍ.
Hlutirnir gerast hratt á ársþinginu og gerir KSÍ framvindu mála góð skil á heimasíðu sinni. Flestar breytingartillögur sem lagðar voru fram fyrir þingið hafa verið samþykktar en hægt er að nálgast upplýsingar um þær á heimasíðu KSÍ.