Lögreglumenn hafa fengið á sig 117 kærur en aðeins 5 dóma síðastliðin ár 27. febrúar 2007 19:00 Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá harkalegum aðferðum lögreglunnar um síðustu helgi við handtöku 19 ára gamallar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Hún sagði frá miklu harðræði sem hún var beitt og niðurlægjandi ummæli lögreglumanna um húðlit sinn. Stúlkan íhugar nú að kæra lögreglumennina fyrir framkomuna. Fleiri konur hafa haft samband við fréttastofu í dag og rakið svipaða sögu af framkomu lögreglumanna við handtöku. Ein af þeim er María Rakel Pétursdóttir sem var í Hrísey við hátíðarhöld í sumar þegar eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás. Þegar María Rakel vildi vita hvernig manni hennar liði, svaraði lögreglukona henni að það kæmi henni ekki við. Þegar maður hennar jafnaði sig fóru þau í göngutúr og gengu fram á stympingar milli lögreglu og nokkurra manna. Þegar þau spurðu hvað gengi á var þeim sagt að halda sig fjarri og ýtt var við þeim af lögreglu en María Rakel segist hafa ýtt á móti. Við það var hún snúin niður og að hennar sögn dregin 200 - 300 metra á bakinu um borð í Hríseyjarferjuna þar sem hún og maður hennar voru sett í járn. Þegar þau leituðu eftir skýringum á því fengu þau ekki fullnægjandi svör, fengu ekki að hringja í börnin sín til að láta vita hvar þau væru né að fara á salernið María Rakel fékk í kjölfarið kæru á sig um ölvun á almannafæri. Sjálf segist hún hafa talað við lögmann sem tjáði henni að ómögulegt væri að sækja mál gegn lögreglunni. Því hafi hún hætt við kæru. Hún segist hafa orðið mjög hrædd í langan tíma eftir handtökuna og andlega niðurbrotin enda er andlegt áfall fyrir venjulegt fólk að verða handtekið samkvæmt sérfræðingum sem fréttastofa talaði við í dag. Ef kæra berst á hendur lögreglumanni flyst málið til Ríkissaksóknara sem stýrir rannsókninni og tekur ákvörðun um saksókn. Kærur á hendur lögreglumanna sem borist til Ríkissaksóknara síðastliðin ár hafa verið 117 en aðeins hafa 7 dómar fallið. Flestar kærurnar snúast um harðræði við handtöku en sönnunarbyrðin reynist kærendum oft erfið. Eftirlitsmyndavélar eru til að mynda á göngum lögreglustöðvarinnar í Reykjavík en ekki inni í fangaklefunum sjálfum, enda stangast það á við persónuvernd, og því ekki hægt að sjá hvað fer fram við handtöku inni í fangaklefunum. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lögreglan hefur hundrað og sautján sinnum verið kærð fyrir meint harðræði við handtöku á síðustu árum en aðeins fimm dómar hafa fallið í þessum málum. Dalvískri konu, sem segir lögregluna hafa beitt sig miklu harðræði, var ráðlagt af lögmanni að hætta við kæru; ómögulegt væri að vinna mál gegn lögreglunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá harkalegum aðferðum lögreglunnar um síðustu helgi við handtöku 19 ára gamallar stúlku í miðbæ Reykjavíkur. Hún sagði frá miklu harðræði sem hún var beitt og niðurlægjandi ummæli lögreglumanna um húðlit sinn. Stúlkan íhugar nú að kæra lögreglumennina fyrir framkomuna. Fleiri konur hafa haft samband við fréttastofu í dag og rakið svipaða sögu af framkomu lögreglumanna við handtöku. Ein af þeim er María Rakel Pétursdóttir sem var í Hrísey við hátíðarhöld í sumar þegar eiginmaður hennar varð fyrir fólskulegri árás. Þegar María Rakel vildi vita hvernig manni hennar liði, svaraði lögreglukona henni að það kæmi henni ekki við. Þegar maður hennar jafnaði sig fóru þau í göngutúr og gengu fram á stympingar milli lögreglu og nokkurra manna. Þegar þau spurðu hvað gengi á var þeim sagt að halda sig fjarri og ýtt var við þeim af lögreglu en María Rakel segist hafa ýtt á móti. Við það var hún snúin niður og að hennar sögn dregin 200 - 300 metra á bakinu um borð í Hríseyjarferjuna þar sem hún og maður hennar voru sett í járn. Þegar þau leituðu eftir skýringum á því fengu þau ekki fullnægjandi svör, fengu ekki að hringja í börnin sín til að láta vita hvar þau væru né að fara á salernið María Rakel fékk í kjölfarið kæru á sig um ölvun á almannafæri. Sjálf segist hún hafa talað við lögmann sem tjáði henni að ómögulegt væri að sækja mál gegn lögreglunni. Því hafi hún hætt við kæru. Hún segist hafa orðið mjög hrædd í langan tíma eftir handtökuna og andlega niðurbrotin enda er andlegt áfall fyrir venjulegt fólk að verða handtekið samkvæmt sérfræðingum sem fréttastofa talaði við í dag. Ef kæra berst á hendur lögreglumanni flyst málið til Ríkissaksóknara sem stýrir rannsókninni og tekur ákvörðun um saksókn. Kærur á hendur lögreglumanna sem borist til Ríkissaksóknara síðastliðin ár hafa verið 117 en aðeins hafa 7 dómar fallið. Flestar kærurnar snúast um harðræði við handtöku en sönnunarbyrðin reynist kærendum oft erfið. Eftirlitsmyndavélar eru til að mynda á göngum lögreglustöðvarinnar í Reykjavík en ekki inni í fangaklefunum sjálfum, enda stangast það á við persónuvernd, og því ekki hægt að sjá hvað fer fram við handtöku inni í fangaklefunum.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira