Handbolti

Arnór og félagar á toppnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór er hér á æfingu með íslenska landsliðinu.
Arnór er hér á æfingu með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur

FC Kaupmannahöfn kom sér í þriggja stiga forystu á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á TMS Ringsted í dag.

FCK vann öruggan sigur, 34-30, eftir að hafa leitt í hálfleik, 16-10. Arnór Atlason var í liði FCK og spilaði með í leiknum en komst ekki á blað.

Liðið hefur aðeins tapað einu stigi á leiktíðinni og er með þrettán stig eftir sjö leiki. Århus GF er í öðru sæti með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×