Innlent

Konan reyndist vera karlmaður

 Til grimmilegra átaka kom í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags. Tveir slösuðust og þykir mesta mildi að ekki skyldi fara verr en raun varð á, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Forsaga atburðarins er sú, að tveir menn buðu þremur stúlkum með sér heim eftir að hafa hitt þær á skemmtistað. Fór vel á með fólkinu, sem leiddi til þess að annar karlmaðurinn og ein stúlknanna fóru inn í herbergi í íbúðinni, meðan hin þrjú dvöldu frammi í stofu. Parið í herberginu fór að láta vel hvort að öðru, en þegar lengra dró og stúlkan hóf að fækka fötum kom í ljós að hún var vaxin niður sem karlmaður.

Við þessa uppgötvun trylltist maðurinn, réðst á gest sinn, barði hann og tók hann kverkataki. Hann hafði haldið takinu drjúga stund þegar gestur hans náði taki á járnstöng og barði hann í höfuðið. Við höggið losaði maðurinn takið, en hann hlaut stóran skurð á höfuðið, sem þurfti að láta sauma.

Aðrir íbúar í húsinu kölluðu á lögreglu skömmu eftir að atgangurinn hófst. Maðurinn gaf síðan skýrslu í gær, en umræddur gestur hans hefur lýst því yfir að árásin verði kærð til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×