Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að landsleikir í fótbolta séu hundleiðinlegir nú á dögum. Ástæðan sé einföld; gæði félagsliða hafi aukist á síðustu árum en gæði landsliða hafi þvert á móti farið minnkandi.
"Þegar þjóðarstoltið er sett til hliðar þá fer ekki á milli mála að landsleikir vekja lítinn sem engan áhuga almennings. Landsleikir eru hreinlega leiðinlegir," segir Wenger.
"Ég tel tvær ástæður fyrir þessari þróun: félagslið hafa bætt sig mikið á sama tíma og landsliðum hefur farið aftur. Það er miklu skemmtilegra að horfa á félagslið keppa heldur en landslið, jafnvel þó að lið á borð við England, Frakkland, Argentínu eða Brasilíu er að keppa," bætti Wenger við og var ekkert að skafa af hlutunum.