Innlent

Ungi ökuníðingurinn settur í akstursbann

Lögreglan stöðvaði piltinn á rúmlega 200 km hraða í nótt.
Lögreglan stöðvaði piltinn á rúmlega 200 km hraða í nótt.

Vísir sagði í morgun frá 17 ára gömlum ökumanni sem stöðvaður var í nótt á Reykjanesbraut á rúmlega 200 km hraða.

Pilturinn var með annan 16 ára gamlan pilt í bílnum hjá sér og var með mánaðargamalt bráðabirgðarskírteini sem yfirleitt gildir í 3 ár. Einar Magnús Magnússon hjá Umferðarstofu segir brotið alvarlegt og piltsins bíði dómur um lengd aksturssviptingar og upphæð sektar.

„Sektin mun ekki verða lægri en 150 þúsund krónur og svipting ekki styttri en 3 mánuðir. Þar sem hann er handhafi bráðabirgðaskírteinis verður hann auk þess settur í akstursbann sem að er ekki aflétt fyrr en hann hefur lokið námskeiði og tekið ökupróf að nýju," segir Einar um málið.

Hann segir ennfremur að í raun sé litið svo á að viðkomandi hafi ekki staðist ökuprófið í umferðinni og þurfi því að taka það aftur meö öllum þeim kostnaði sem því fylgir.

Hér má finna reiknivél fyrir viðurlög og sektir vegna hraðaksturs og ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×