Fótbolti

Í byrjunarliðinu í haust?

Hefur staðið sig vel hjá Hearts þrátt fyrir ungan aldur en Eggert er nítján ára
Hefur staðið sig vel hjá Hearts þrátt fyrir ungan aldur en Eggert er nítján ára gamall.fréttablaðið/sns

Stephen Frail, aðstoðar­þjálfari Hearts, fer fögrum orðum um unglingalandsliðsmanninn Eggert Gunnþór Jónsson sem er á mála hjá félaginu. Frail vonast til að Eggert fái fleiri tækifæri til að sýna sig á næsta tímabili en hann kom við sögu í fimm leikjum liðsins í vetur.

„Maður sér hversu góður leikmaður hann er þegar orðinn þegar hann spilar með aðalliðinu, jafnvel í æfingaleikjum. Hann er góður íþróttamaður og hefur gott viðhorf. Hann er ávallt tilbúinn til að læra meira og leggja meira á sig. Hann bætir sig í hverjum leik með aðalliðinu og ég hef séð hann standa sig gríðarlega vel með varaliðinu. Stundum hefur hann meiri áhyggjur af því sem aðrir eru að gera í liðinu en að einbeita sér að eigin frammistöðu. Ég vona að hann komi sér almennilega fram á sjónar­sviðið á næsta tímabili," sagði Frail í samtali við The Scotsman.

Fyrr í sumar var það ljóst að Frakkinn Julien Brellier færi frá liðinu og segir greinar­höfundur að Eggert gæti vel fyllt skarð hans á miðjunni.

Frail líkir honum einnig við Theodór Bjarnason hjá Celtic. „Þeir eru báðir gríðarlega hungraðir í árangur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×