Ég er ótrúlega stoltur af stelpunum 17. júní 2007 11:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum," sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. „Við erum með tvo frábæra framherja og það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að hafa svona stjörnuleikmenn í liðinu okkar. Við sýndum styrk okkar í þessum leik og það er björt framtíð hjá íslenska kvennalandsliðinu." Vörn liðsins var lengst af til fyrirmyndar. „Það var erfitt fyrir þær að brjóta okkur niður, við spiluðum þolinmóðan og agaðan varnarleik. Þóra átti svo frábæran dag í markinu," sagði Sigurður sem var greinilega búinn að undirbúa sig vel undir leikinn. „Franska liðið spilaði nákvæmlega eins og ég bjóst við. Við komum vel undirbúin í leikinn og þetta var frábær leikur hjá okkur. Þær reyndu mikið af langskotum enda eru þær með góða skotmenn og til að mynda skoruðu þær tvö mörk af löngu færi gegn Grikkjum. Við hefðum kannski mátt stíga betur út en þrátt fyrir að þær hafi legið á okkur var vörnin bara svo þétt," sagði þjálfarinn. „Ég er ótrúlega sáttur og stoltur af liðinu. Við eigum núna mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og ég vona að fólk mæti og styðji okkur þar. Við erum komin með sex stig eftir tvo leiki og leikurinn gegn Serbum er mjög mikilvægur. Þær eru með gott lið og við erum ekkert búin að vinna þann leik," sagði Sigurður. En voru þetta bestu úrslit íslensks landsliðs í sögunni? „Þetta er hæst skrifaða þjóð sem A-landslið hefur unnið. Við unnum Kína í mars sem er í níunda sæti og svo Frakka núna. Þetta sýnir hvað íslenska kvennalandsliðið er sterkt," sagði kampakátur Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Íslenski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari Íslands, gat ekki leynt ánægju sinni með sigurinn gegn Frökkum í gær. „Mér líður frábærlega. Að leggja svona sterk landslið að velli er ótrúlegt og það gekk eiginlega allt upp hjá okkur. Við spiluðum þéttan varnarleik og beittum góðum skyndisóknum," sagði Sigurður sem hrósaði Margréti Láru og Ásthildi í hástert. „Við erum með tvo frábæra framherja og það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að hafa svona stjörnuleikmenn í liðinu okkar. Við sýndum styrk okkar í þessum leik og það er björt framtíð hjá íslenska kvennalandsliðinu." Vörn liðsins var lengst af til fyrirmyndar. „Það var erfitt fyrir þær að brjóta okkur niður, við spiluðum þolinmóðan og agaðan varnarleik. Þóra átti svo frábæran dag í markinu," sagði Sigurður sem var greinilega búinn að undirbúa sig vel undir leikinn. „Franska liðið spilaði nákvæmlega eins og ég bjóst við. Við komum vel undirbúin í leikinn og þetta var frábær leikur hjá okkur. Þær reyndu mikið af langskotum enda eru þær með góða skotmenn og til að mynda skoruðu þær tvö mörk af löngu færi gegn Grikkjum. Við hefðum kannski mátt stíga betur út en þrátt fyrir að þær hafi legið á okkur var vörnin bara svo þétt," sagði þjálfarinn. „Ég er ótrúlega sáttur og stoltur af liðinu. Við eigum núna mikilvægan leik fyrir höndum á miðvikudaginn og ég vona að fólk mæti og styðji okkur þar. Við erum komin með sex stig eftir tvo leiki og leikurinn gegn Serbum er mjög mikilvægur. Þær eru með gott lið og við erum ekkert búin að vinna þann leik," sagði Sigurður. En voru þetta bestu úrslit íslensks landsliðs í sögunni? „Þetta er hæst skrifaða þjóð sem A-landslið hefur unnið. Við unnum Kína í mars sem er í níunda sæti og svo Frakka núna. Þetta sýnir hvað íslenska kvennalandsliðið er sterkt," sagði kampakátur Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Íslenski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira