Enski boltinn

Jon Terry boðar uppreisn

John Terry hefur að mestu leyti setið upp í stúku í leikjum Chelsea síðustu vikur. Hann styður stjóra sinn fram í rauðan dauðann.
John Terry hefur að mestu leyti setið upp í stúku í leikjum Chelsea síðustu vikur. Hann styður stjóra sinn fram í rauðan dauðann. MYND/Getty

Fyrirliði Chelsea, John Terry, kveðst ætla að beita sér að fullum krafti í að halda Jose Mourinho hjá félaginu en hann hefur sterklega verið orðaður við að brottför frá Chelsea í lok leiktíðar. Terry boðar uppreisn á meðal leikmanna gegn stjórn félagsins.

"Við erum allir sammála um að við viljum ekki missa Jose og ef það tekur 5-6 leikmenn til að segja stjórn félagsins það, þá munum við gera það," sagði Terry í morgun og bætti við að það væri óðs manns æði að sleppa Mourinho.

"Hann er sá besti í bransanum, það er enginn vafi um það, og ég held að hann verði það áfram næstu 20 árin. Og við viljum það hér hjá Chelsea - aðeins það besta," sagði Terry, sem sjálfur er vongóður um framhaldið.

"Ég hef trú á því að hann verði hjá okkur áfram. Jose hefur stuðning leikmanna en við viljum að þetta mál verði leyst hið fyrsta. Þetta ástand setur aukna pressu á alla sem standa að félaginu," sagði Terry að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×