Enski boltinn

Robson lætur Beckham heyra það

Bobby Robson hefur aldrei farið leynt með skoðanir sínar og lætur hann Beckham heyra það í nýjum pistli.
Bobby Robson hefur aldrei farið leynt með skoðanir sínar og lætur hann Beckham heyra það í nýjum pistli. MYND/Getty

Gamli refurinn Bobby Robson gagnrýnir David Beckham harðlega í pistli sem hann skrifar í enska dagblaðið Daily Mail og birtist í morgun. Robson segir að ákvörðun Beckham um að fara til Bandaríkjanna sanni að hann hafi ekki lengur metnaðinn né lystina til að keppa á meðal þeirra bestu.

Robson segist aukinheldur sannfærður um að það hafi verið ákvörðun Steve McLaren um að velja Beckham ekki í landsliðið fyrir leik gegn Króatíu í október sl. sem hafi gert útslagið fyrir fyrrum landsliðsfyrirliðann. Þá hafi honum orðið ljóst að hann ætti engan möguleika á að vera valinn í landsliðið á ný því þrátt fyrir að flestir miðjumenn liðsins hafi verið meiddir gekk McLaren samt framhjá Becks.

"Þessi ákvörðun McLaren drap endanlega alla von Beckham og leiddi til þess að hann fer til Bandaríkjanna og drepur feril sinn sem knattspyrnumaður. Þótt að lappir Beckham hafi ekki ennþá gefið sig þá hefur áhuginn gert það. Mér varð það ljóst í þessari viku að Beckham hefur ekki lengur lystina til að keppa á meðal þeirra bestu," segir Robson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×