Viðskipti innlent

Forsætisráðherra boðar skattabreytingar

Geir H. Haarde forsætisráðherra á Viðskiptaþingi.
Geir H. Haarde forsætisráðherra á Viðskiptaþingi. MYND/Ljósmyndadeild

Ákveðið hefur verið að leggja af skattlagningu á söluhagnað fyrtækja af hlutabréfum. Geir H. Haarde forsætisráðherra greindi frá þessu á Viðskiptaþingi 2007 í dag.

 

Geir segir að með þessu sé farið að dæmi margra nágrannaþjóða okkar þar sem skattur þessi sé ekki innheimtur. "Ég tel heppilegast að litlir skattar sem skila tiltölulega litlu hverfi smám saman úr skattkerfinu," segir Geir.

 

Fyrirtæki fresta alla jafna greiðslu skatts af söluhagnaði hlutabréfa með því að fjárfesta að nýju. Þá hefur borið á því að stofnuð hafi verið félög í löndum þar sem þessi skattur er ekki innheimtur til að sleppa við hann.

Ræðu forsætisráðherra á Viðskiptaþingi 2007 má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×