Enski boltinn

Man. Utd. og Chelsea með forystu í hálfleik

Craig Bellamy hefur spilað mjög vel fyrir Liverpool í dag en farið illa með færin sín.
Craig Bellamy hefur spilað mjög vel fyrir Liverpool í dag en farið illa með færin sín. MYND/Getty

Manchester United og Chelsea, efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, hafa bæði 1-0 forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureignum liðanna í dag. Staðan í leik Newcastle og Liverpool er 1-1 þar sem Craig Bellamy gæti auðveldlega verið búinn að skora þrennu.

Didier Drogba skoraði fyrir Chelsea gegn Middlesbrough beint úr aukaspyrnu þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir hefðbundinn leiktíma í fyrri hálfleik. Það var Ji-Sung Park sem skoraði mark Man. Utd. í fyrri hálfleik en rauðu djöflarnir hafa umtalsverða yfirburði á Old Trafford gegn Charlton.

Bellamy kom gestunum í Liverpool yfir strax á 6. mínútu en Obafemi Martins sem jafnaði fyrir Newcastle á 26. mínútu. Bellamy fór illa með þrjú upplögð marktækifæri undir lok hálfleiksins.´

Íslendingaliðið West Ham er 1-0 undir á heimavelli í viðureign sinni gegn botnliði Watford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×