Fótbolti

Capello hrósar Beckham fyrir frammistöðu sína

Fabio Capello segir Beckham fyrir verkum í leiknum í gærkvöldi.
Fabio Capello segir Beckham fyrir verkum í leiknum í gærkvöldi. MYND/Getty

Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hrósaði David Beckham í hástert fyrir frammistöðu sína gegn Real Sociedad í gærkvöldi, en Beckham skoraði fyrra mark liðsins í 2-1 sigri eftir að hafa verið óvænt valinn í byrjunarliðið. Capello segist alltaf borið traust til Beckham.

"Ég hef alltaf treyst mínum leikmönnum," sagði Capello eftir leikinn, aðspurður um hvort hann hefði búist við annari eins frammistöðu af Beckham eftir allt það sem á undan hefði gengið. "Beckham hefur ekki spilað í langan tíma en hann stóð sig mjög vel," bætti hann við.

Capello segist hafa talað við Beckham í vikunni og tjáð honum að hann ætti að skora meira af mörkum. "Hann hefur ekki verið upp á sitt besta á þessu tímabili og ég sagði honum að hann skoraði ekki nógu mikið af mörkum. Í dag skoraði hann hins vegar mjög mikilvægt mark."

"Beckham er snjall einstaklingur með mikla hæfileika á ákveðnum sviðum og leikur hans í kvöld er eðlilegt framhald af frammistöðu hans á æfingum síðustu vikur. Það er mjög gott fyrir liðið ef Beckham heldur áfram að spila svona," sagði Capello, en fastlega má búast við því að fyrrum enski landsliðsmaðurinn haldi sæti sínu í spænska liðinu í næsta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×