Enski boltinn

Neville veit ekkert hvað hann talar um

Gary Neville hefur aldrei skipt um leið og veit því ekkert hvað hann talar um, segir umboðsmaður.
Gary Neville hefur aldrei skipt um leið og veit því ekkert hvað hann talar um, segir umboðsmaður. MYND/Getty

Darryl Powell, fyrrum leikmaður Derby og Birmingham í enska boltanum og núverandi umboðsmaður, segir að Gary Neville viti ekkert hvað hann sé að tala um þegar hann segir umboðsmenn leikmanna vera óþarfa. Ummæli Neville frá því í gær hafa vakið hörð viðbrögð á meðal umboðsmanna, sem telja vegið óþarflega að starfsheiðri sínum.

"Gary veit ekkert hvað hann er að tala um. Hann er mjög góður leikmaður en hann hefur verið hjá Man. Utd. frá því að hann var krakki og aldrei skipt um félag. Hann ætti því ekki að vera tjá sig um þetta málefni," sagði Powell við Sky Sports.

"Þeir leikmenn sem ég hef unnið með hafa verið ánægðir með sín félagsskipti. Nýju félögin þeirra hafa lýst yfir ánægju og gömlu félögin eru ánægð með að hafa fengið borgað. Ég sé ekki vandamálið."

"Það skiptir ekki máli hvert litið er. Fasteignabransinn, hlutabréfakaup, auglýsingasala; það er alltaf einhver tengiliður á milli aðila. Fótbolti er viðskipti," bætti Powell við.

Hann viðurkennir að inn á milli leynist umboðsmenn sem hugsanlega taka eigin hagsmuni fram yfir þá sem leikmaðurinn hefur, en þeir séu afar sjaldgæfir. "Það eru til slæmir umboðsmenn en þeir eru sannarlega ekki eins margir og Gary er að gefa í skyn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×