Enski boltinn

Nonda ætlar að sanna sig fyrir Hughes

Shabani Nonda hefur reynst Blackburn vel í ár.
Shabani Nonda hefur reynst Blackburn vel í ár. MYND/Getty

Shabani Nonda, framherjinn knái sem er í láni hjá Blackburn frá Roma, vill helst af öllu vera áfram hjá enska liðinu og vonast til að forráðamenn ítalska félagsins séu reiðubúnir að selja hann í sumar. Nonda hefur verið hrósað mikið fyrir frammistöðu sína með Blacburn, nú síðast í gær þegar stjórinn Mark Hughes fór um hann fögrum orðum.

"Ég verð að sýna Blackburn að ég sé verðugur þess að vera keyptur eftir tímabilið," segir Nondan, en hann er á árslöngum lánssamningi frá Roma. "Það eru ennþá 12-13 leikir eftir af tímabilinu og ég mun gera allt sem ég get til að sanna mig fyrir stjóranum," bætti hann við.

Nonda kveðst hæstaánægður með lífið og tilveruna í Englandi og hefur lítinn áhuga á að snúa aftur til Ítalíu. "Ég elska ensku deildina og fótboltann hér. Mig langar að vera áfram hér."

Nonda hefur skorað sex mörk fyrir Blackburn á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×