BA og Goldman Sachs ekki í yfirtökuhugleiðingum 16. febrúar 2007 13:33 Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR. Það var viðskiptaveitan BusinessWeek sem fyrst greindi frá því að fjárfestar hefðu hug á að gera yfirtökutilboð í AMR. Fréttin keyrði gengi bréfa í AMR upp og hefur það ekki staðið hærra í sex ár. Fréttastofa Reuters segir verðmiðann fyrir AMR geta hlaupið á bilinu 9,8 milljörðum bandaríkjadala til 11,1 milljarðs. Það jafngildir 661,5 til tæplega 750 milljörðum íslenskra króna. Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að gengi bréfa í AMR hafi farið úr 38,05 dölu á hlut í 41,99 dali í gær. Sé talið að yfirtökuverðið sé á bilinu 46 til 52 dali á hlut. Deildin segir ekki vitað hvert meðalkaupverð hluta FL Group í AMR hafi verið en áætlar að það hafi hlaupið á um 28 til 29 bandaríkjadölum á hlut. FL Group greiddi um 27,6 milljarða íslenskra króna fyrir hlutinn, að sögn Glitnis. Deildin bendir ennfremur á að við lokun markaða í gær hafði AMR hækkað um 25,9 prósent á árinu. Að meðtalinni 10 prósenta hækkun á eftirmarkaði í gær hefur það hins vegar hækkað um 38,9 prósent. Eignarhlutur FL Group hefur að sama skapi hækkað um 10,7 milljarða krónur það sem af er ári. Hækkun á gengi bréfa í FL Group hefur gengið nokkuð til baka eftir því sem liðið hefur á daginn og nam hún um tvöleytið rétt um 1,91 prósenti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Sjá meira
Breska flugfélagið British Airways og bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafa ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í bandaríska flugrekstrarfélagið AMR Corporation, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Gengi bréfa í FL Group, sem keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR undir lok síðasta árs, hækkaði mest um rúm 5 prósent í Kauphöll Íslands vegna frétta um hugsanlegt yfirtökutilboð í AMR. Það var viðskiptaveitan BusinessWeek sem fyrst greindi frá því að fjárfestar hefðu hug á að gera yfirtökutilboð í AMR. Fréttin keyrði gengi bréfa í AMR upp og hefur það ekki staðið hærra í sex ár. Fréttastofa Reuters segir verðmiðann fyrir AMR geta hlaupið á bilinu 9,8 milljörðum bandaríkjadala til 11,1 milljarðs. Það jafngildir 661,5 til tæplega 750 milljörðum íslenskra króna. Greiningardeild Glitnis bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að gengi bréfa í AMR hafi farið úr 38,05 dölu á hlut í 41,99 dali í gær. Sé talið að yfirtökuverðið sé á bilinu 46 til 52 dali á hlut. Deildin segir ekki vitað hvert meðalkaupverð hluta FL Group í AMR hafi verið en áætlar að það hafi hlaupið á um 28 til 29 bandaríkjadölum á hlut. FL Group greiddi um 27,6 milljarða íslenskra króna fyrir hlutinn, að sögn Glitnis. Deildin bendir ennfremur á að við lokun markaða í gær hafði AMR hækkað um 25,9 prósent á árinu. Að meðtalinni 10 prósenta hækkun á eftirmarkaði í gær hefur það hins vegar hækkað um 38,9 prósent. Eignarhlutur FL Group hefur að sama skapi hækkað um 10,7 milljarða krónur það sem af er ári. Hækkun á gengi bréfa í FL Group hefur gengið nokkuð til baka eftir því sem liðið hefur á daginn og nam hún um tvöleytið rétt um 1,91 prósenti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Viðskipti innlent Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Viðskipti innlent Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Viðskipti innlent Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Sjá meira