Fótbolti

Ronaldo í byrjunarliðinu á morgun

Ronaldo var frískur í sínum fyrsta leik með AC Milan gegn Livorno um síðustu helgi.
Ronaldo var frískur í sínum fyrsta leik með AC Milan gegn Livorno um síðustu helgi. MYND/Getty

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo verður að öllum líkindum í byrjunarliði AC Milan í fyrsta skipti þegar liðið tekur á móti Siena í ítölsku A-deildinni á morgun. Þjálfarinn Carlo Ancelotti segir að Ronaldo sé óðum að komast í gott form og sé í nægilega góðu ástandi til að vera í byrjunarliðinu.

“Það er líklegt að hann spili frá byrjun,” sagði Ancelotti við opinbera heimasíðu AC Milan. “Hann hefur verið að æfa mjög vel og er sífellt að komast í betra form. Hann er mjög einbeittur og auk þess er hann hæfileikaríkasti leikmaðurinn í okkar liði,” segir Ancelotti, en Ronaldo yrði þá væntanlega stillt upp við hlið ítalska landsliðsmannsins Alberto Gilardino. 

Ronaldo kom til AC Milan í lok síðasta mánaðar frá Real Madrid fyrir um fimm milljónir punda. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Milan um síðustu helgi þegar hann kom inn í leik gegn Livorno. Ronaldo þótti standa sig mjög vel þann hálftíma sem hann spilaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×