Enski boltinn

Mourinho mun aldrei yfirgefa Chelsea

Jose Mourinho mun ekki bregðast stuðningsmönnum Chelsea.
Jose Mourinho mun ekki bregðast stuðningsmönnum Chelsea. MYND/Getty

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var hinn önugasti á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Chelsea og Arsenal í deildabikarnum í morgun og brást illa við vangaveltum blaðamanna um að þetta gæti orðið síðasti titilinn sem hann vinnur með Chelsea. Mourinho svaraði fullum hálsi og sagðist aldrei ætla að yfirgefa stuðningsmenn Chelsea.

Mikið hefur verið rætt og skrifað um meinta óvild Mourinho og eigandans Roman Abramovich. Portúgalski þjálfarinn er greinilega búinn að fá sig fullsaddann af umræðunni því hann brást illa við þegar einn blaðamaðurinn á fundinum í morgun gaf í skyn að deildabikarinn gæti orðið síðasti bikarinn sem hann vinnur hjá Chelsea.

“Síðasti? Af hverju segirðu það?” sagði Mourinho pirraður. “Ætlarðu að trúa því sem þú lest eða því sem ég segi þér. Ég segi það hér og nú að það eru aðeins tvær leiðir til að ég hætti sem knattspyrnustjóri Chelsea. Önnur er í júní 2010 þegar samningurinn minn rennur út. Ef félagið vill ekki láta mig fá nýjan samning, þá verður að hafa það og ég leita á önnur mið.”

“Hin leiðin er að Chelsea reki mig. Það er engin þriðja leið, þ.e. sú að stjórinn ákveði að hætta. Það er ekki möguleiki að ég fari þá leið, ég myndi aldrei yfirgefa stuðningsmenn liðsins með þeim hætti,” sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×