Enski boltinn

Terry verður ekki lengi frá

John Terry verður orðinn klár í slaginn á ný eftir viku.
John Terry verður orðinn klár í slaginn á ný eftir viku.

John Terry, fyrirliði ensku meistaranna í Chelsea, verður kominn aftur í slaginn mun fyrr en talið var í fyrstu eftir að hafa meiðst í vikunni og segir knattspyrnustjórinn Jose Mourinho að hann muni líklega getað spilað um næstu helgi. Hann hefur hins vegar verið útilokaður frá þáttöku í úrslitum deildabikarsins.

"Ég held að hann geti spilað um næstu helgi," sagði Mourinho við enska fjölmiðla í morgun, en röntgen myndir sýndu að liðbönd, sinar eða aðrar festingar í ökklanum hefðu engan skaða hlotið. Terry meiddist í leik Chelsea og Porto í Meistaradeildinni á miðvikudag og þurfti að fara af velli snemma leiks.

"Þau eru með ólikindum, öll þessi meiðsli sem við erum að lenda í. Nú erum við hvorki með Terry né Khalid Boulahrouz. Það er einn miðvörður heill heilsu fyrir leikinn gegn Arsenal, Ricardo Carvalho," segir Mourinho, en búist er við því að Michael Essien verði við hlið hans í öftustu varnarlínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×