Fótbolti

Hooijdonk spilar sjö leiki í Ástralíu

Hollenski framherjinn Pierre van Hooijdonk hefur ákveðið að ganga til liðs við ástralska úrvalsdeildarfélagið Perth Glory eftir núverandi keppnistímabil. Hooijdonk, sem er á mála hjá Feyenoord í Hollandi, skrifar undir mjög sérstakan samning sem gildir í sjö leiki og er hann sagður hljóta væna summu fyrir.

Hinn 37 ára gamli Hooijdonk má muna sinn fífil fegri en hann hefur þó fengið að spila töluvert fyrir Feyenoord á þessari leiktíð. Hann hefur áður lýst því yfir að aldurinn sé farinn að segja til sín, en nokkuð ljóst þykir að Hooijdonk sjái samninginn við Perth Glory sem fínan aukapening nú þegar farið er að styttast í annan endann á ferlinum.

Hooijdonk mun spila sjö sýningarleiki í Ástralíu næsta sumar. “Við höfum haft augastað á honum í nokkurn tíma og það er ljóst að hann verður okkar liði mikill styrkur,” segir aðstoðarþjálfari Perth, Dave Mitchell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×