Enski boltinn

John Terry spilar bikarúrslitaleikinn

John Terry verður ekki upp í stúku í bikarúrslitaleiknum á morgun.
John Terry verður ekki upp í stúku í bikarúrslitaleiknum á morgun. MYND/Getty

John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur náð undraverðum bata af ökklameiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni í vikunni og hefur verið úrskurðaður leikfær fyrir úrslitin í deildabikarnum á morgun. Terry stóðst læknisskoðun í morgun og verður í byrjunarliði Chelsea gegn Arsenal.

"Á föstudag litu meiðslin ekki vel út og ég taldi að það myndi taka hann fimm daga til viðbótar að ná sér. Í morgun fann Terry mikinn mun á ökklanum og óskaði eftir því að verða skoðaður að nýju. Hann stóðst þá skoðun og æfði í kjölfarið af fullum krafti með aðalliðinu. Hann getur spilað," sagði Bryan English, yfirlæknir Chelsea, nú síðdegis og bætti við að skjótur bati Terry hefði komið læknaliði félagsins mikið á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×