Enski boltinn

Eggert: Curbishley er öruggur í starfi sínu

Það gengur ekkert upp hjá Eggerti Magnússyni og félögum þessa dagana.
Það gengur ekkert upp hjá Eggerti Magnússyni og félögum þessa dagana. MYND/Getty

Stjórn West Ham, með Eggert Magnússon í fararbroddi, hefur frá sér yfirlýsingu eftir tap liðsins gegn Charlton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem fram kemur að knattspyrnustjórinn Alan Curbishley þurfi ekki að óttast að vera rekinn frá félaginu. Hvorki gengur né rekur hjá West og er liðið nú komið í afar vonda stöðu við botn deildarinnar.

"Framtíð Alans er ekki í óvissu. Allir eru mjög vonsviknir með úrslit dagsins en stjórnarformaðurinn hefur fulla trú á Alan og störfum hans," segir í tilkynningu sem West Ham sendi frá sér nú undir kvöld.

Alan Pardew, stjóri Charlton og fyrrum stjóri West Ham, sagðist ekki hafa fengið neina persónulega ánægju af því að vinna sína fyrrum lærisveina í dag. Pardew lítur ekki á sigurinn sem hefnd á Eggerti og félögum hjá West Ham.

"Ég ber ennþá tilfinningar til West Ham og því var ljóst að þetta yrði aldrei góður dagur fyrir mig. Aðalmálið var að ná sigri og það tókst," sagði Pardew eftir leikinn.

"Þeir (West Ham) verða að halda áfram að berjast. Alan Curbishley er frábær stjóri og ég er sannfærður um að hann nær að vinna úr málum liðsins," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×