Enski boltinn

Tevez: Ég náði engu sambandi við Pardew

Carlos Tevez sést hér ásamt Alan Pardew og félaga sínum Javier Mascherano.
Carlos Tevez sést hér ásamt Alan Pardew og félaga sínum Javier Mascherano. MYND/Getty

Carlos Tevez, leikmaður West Ham, segir að samband sitt við Alan Pardew, fyrrum stjóra liðsins, hafi verið miður gott og að hann arftaki hans, Alan Curbishley, sé allt annar og betri þjálfari. Tevez fékk ekki mörg tækifæri hjá Pardew en mátti þola 4-0 tap fyrir honum í gær þegar West Ham mætti Charlton.

"Við náðum aldrei saman," sagði Tevez við Daily Mail í Bretlandi, spurður um samskipti sín við Pardew. "Mín reynsla af honum er ekki jákvæð. Hann talaði lítið við leikmenn liðsins og á stundum var eins og hann væri hreinlega mállaus."

"Undir stjórn Curbishley spila ég með meira sjálfstrausti en smávægileg meiðsli hafa verið að angra mig. Síðan ég kom til London hef ég ekki verið 100% klár. Mesti munurinn er að Curbishley talar mikið við leikmennina og er í nánu sambandi við okkur. Allt annað en var uppi á teningnum hjá Pardew," segir Tevez, sem hefur enn ekki skorað fyrir West Ham eftir að hafa komið til félagsins seint á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×