Enski boltinn

Thierry Henry: Hrikaleg vonbrigði

Thierry Henry hefur spilað 27 leiki fyrir Arsenal í vetur og skorað í þeim 12 mörk.
Thierry Henry hefur spilað 27 leiki fyrir Arsenal í vetur og skorað í þeim 12 mörk. MYND/Getty

"Þetta eru hrikaleg vonbrigði fyrir mig og ég er algjörlega eyðilagður," segir Thierry Henry hjá Arsenal, en stjóri liðsins, Arsene Wenger, hefur sem kunnugt er staðfest að franski sóknarmaðurinn spilar ekki með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Henry sættir sig hins vegar við orðin hlut og ætlar að mæta sterkur til leiks á næsta tímabili.

"Þetta hefur verið mjög erfitt tímabil fyrir mig og nú þegar það er ljóst að ég verð ekki meira með er lítið annað að gera en að byggja sig upp fyrir næsta tímabil. Það ætla ég að gera, og ég er strax byrjaður að hlakka til næstu leiktíðar með Arsenal."

Henry kennir álagi um sífellt meiðslavandræði sín í vetur, en það eru tognanir í nára og maga sem munu halda honum frá æfingu næstu mánuðina. "Síðasta tímabil var mjög langt. Ég spilaði síðasta leik ársins, úrslitaleik Meistaradeildarinnar, og fór svo nánast strax á HM þar sem ég spilaði einnig síðasta leikinn. Ég fékk nokkurra vikna hvíld sem var einfaldlega ekki nóg," sagði Henry en bætti við: "Meiðsli eru hluti af þessum leik og ég hef engar áhyggjur. Ég sný aftur á völlinn innan tíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×