Erlent

Dan Brown hlær alla leiðina í bankann

Dan Brown er orðinn milljarðamæringur á bókaskrifum sínum.
Dan Brown er orðinn milljarðamæringur á bókaskrifum sínum.

Tveir breskir sagnfræðingar töpuðu máli sem þeir höfðuðu á hendur metsöluhöfundinum Dan Brown, fyrir ritstuld, fyrir bók sína Da Vinchi skjölin. Sagnfræðingar sitja nú eftir með lögfræðireikning upp á 330 milljónir króna, en þeir höfðu krafist hárra bóta af rithöfundinum.

Í bók sem sagnfræðingarnir gáfu út árið 1982 nefndu þeir þann möguleika að María Magdalena hefði eignast barn með Jesú og flúið til Frakklands eftir krossfestinguna. Og að rekja megi ætt Jesú allt til dagsins í dag.

Sagnfræðingarnir töpuðu málinu í undirrétti og kærðu þann úrskurð til hæstaréttar. Hæstiréttur hefur nú kveðið upp sinn dóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×