Körfubolti

Friðrik kann að koma okkur í vont skap

Friðrik Stefánsson hefur miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum og nafna
Friðrik Stefánsson hefur miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum og nafna MYND/ Valli

Njarðvík og Grindavík mætast þriðja sinni í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Njarðvík og verður sýndur beint á Sýn klukkan 20. Friðrik Stefánsson fyrirliði Njarðvíkur sagðist í samtali við Víkurfréttir eiga von á hörkuleik í kvöld.

"Við erum að spila við hörkulið og þessir Grindvíkingar eru engir aumingjar. Nú eru öll hús full og það er frábær skemmtun í vændum. Fyrrum þjálfari okkar Friðrik Ragnarsson er búinn að gera góða hluti með Grindavíkurliðið og hann kann að koma okkur Njarðvíkingum í vont skap," sagði Friðrik í samtali við Víkurfréttir.

Fyrirliði Grindavíkur segist ekki vita hverju megi búast við í leiknum í kvöld. "Við vorum burstaðir í fyrsta leik en komum til baka í öðrum leiknum. Þetta getur spilast á alla vegu í kvöld en pressan er öll á Njarðvík, svo við getum bara haft gaman af þessu," sagði Páll Axel Vilbergsson, fyrirliði Grindavíkur í sama viðtali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×