Körfubolti

KR-ingar voru ekki með sjálfum sér

Mynd/Anton
"Þetta var furðulegur leikur og það hefur örugglega ekki verið gaman að horfa á hann," sagði Sigurður Þorvaldsson, leikmaður Snæfells eftir sigurinn dýrmæta á KR í kvöld og þakkaði KR-ingum að hafa leyft Justin Shouse að skora sigurkörfuna með sniðskoti í lokin.

"Við vorum ekkert að sækja á körfuna á síðustu mínútunum og því opnaðist bara allt þarna í lokin þegar Justin keyrði inn að körfunni og allt var galopið. Við erum bara ánægðir með það, en svo var nú Pálmi næstum búinn að stela þessu þarna í lokin. Ég held að þetta hafi verið verðskuldaður sigur," sagði Sigurður.

"Við ætlum að reyna allt sem við getum til að klára þetta á heimavelli og viljum ekki koma hingað aftur. Ég vona bara að við fáum fullt hús af Hólmurum og klárum þetta. Þetta var bara barátta í kvöld og svona er þetta oft í þriðja leik. Brynjar var að leika vel hjá KR en aðrir voru ekki með sjálfum sér," sagði Sigurður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×