Erlent

Mæting nemenda skráð með fingraförum

Fingraför nemenda verða skönnuð fyrir hvern tíma.
Fingraför nemenda verða skönnuð fyrir hvern tíma.

Háskóli í Kína hefur tekið í notkun fingrafaraskanna til þess að fylgjast með mætingu nemenda sinna. Dagblaðið The China daily greindi frá þessu á þriðjudag. Ekki eru víst allir á eitt sáttir við nýja kerfið.

Háskólinn eyddi rúmlega tveimur milljónum íslenskra króna í uppsetningu á skönnunum í allar kennslustofur sínar.

Nemendur þurfa nú að "stimpla sig inn" í hvern tíma með því að setja þumalfingur sinn á skannann.

Hou Lichen, deildarforseti skólans, sagði að áður hefðu kennararnir sjálfir þurft að skrásetja mætingar. Það væri bæði tímafrekt og auðveldaði möguleika á svindli.

Samkvæmt blaðinu hafa mætingar aukist um 95 prósent frá því að skannarnir voru teknir í notkun.

Það eru þó ekki allir ánægðir með nýja kerfið. Gu Yifan, nemandi á fyrsta ári, sagði að hún myndi aldrei skrópa, þó það væru engir skannar. "Við erum fullorðin. Er virkilega nauðsynlegt að stjórna okkur svona?" sagði hún. Aðrir nemendur sögðust óttast að gögnin gætu lekið frá skólanum og verið notuð í einhverjum öðrum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×