Birgir Leifur mætir Ronaldo á Pro-Am mótinu 28. apríl 2007 19:16 NordicPhotos/GettyImages Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Ronaldo, sem þrisvar hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims, getur ekki tekið þátt í leikjum AC Milan í Meistaradeildinni í ár vegna þess að hann lék Real Madridi í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili. AC Milan mætir einmitt Manchester United á San Siro vellinum í Mílanó á miðvikudaginn og þá ætlar Ronaldo að eyða deginum í golfi. "Auðvitað hefði ég frekar kosið að leika á móti Manchester United. Ég veit að þetta verður frábær leikur, en ég hlakka mikið til að leika á Telecom Pro-Am mótinu. Ég hef spilað golf í nokkur ár og þessi íþrótt heillar mig. Ég er alltaf að verða betri og betri, en hvað sem gerist í mótinu þá mun ég reyna að njóta þess að spila með atvinnukylfingum af Evrópumótaröðinni," sagði Ronaldo. Auk Ronaldos og Donadoni munu knattspyrnumennirnir Gianluca Vialli og Daniele Massaro taka þátt í golfmótinu. Fyrirliðarnir frá síðustu Ryderkeppni á Írlandi, Tom Lehman frá Bandaríkjunum og Ian Woosnam frá Wales, taka þátt í Telecom mótinu. Heimamenn binda mestar vonir við Francesco Molinari, sem varð fyrstur Ítala til að sigra á Evrópumótaröðinni í 26 ár, er hann vann Castello Di Tolcinasco mótið fyrir ári síðan. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Ronaldo, sem þrisvar hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims, getur ekki tekið þátt í leikjum AC Milan í Meistaradeildinni í ár vegna þess að hann lék Real Madridi í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili. AC Milan mætir einmitt Manchester United á San Siro vellinum í Mílanó á miðvikudaginn og þá ætlar Ronaldo að eyða deginum í golfi. "Auðvitað hefði ég frekar kosið að leika á móti Manchester United. Ég veit að þetta verður frábær leikur, en ég hlakka mikið til að leika á Telecom Pro-Am mótinu. Ég hef spilað golf í nokkur ár og þessi íþrótt heillar mig. Ég er alltaf að verða betri og betri, en hvað sem gerist í mótinu þá mun ég reyna að njóta þess að spila með atvinnukylfingum af Evrópumótaröðinni," sagði Ronaldo. Auk Ronaldos og Donadoni munu knattspyrnumennirnir Gianluca Vialli og Daniele Massaro taka þátt í golfmótinu. Fyrirliðarnir frá síðustu Ryderkeppni á Írlandi, Tom Lehman frá Bandaríkjunum og Ian Woosnam frá Wales, taka þátt í Telecom mótinu. Heimamenn binda mestar vonir við Francesco Molinari, sem varð fyrstur Ítala til að sigra á Evrópumótaröðinni í 26 ár, er hann vann Castello Di Tolcinasco mótið fyrir ári síðan. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira