Handbolti

Alfreð velur hópinn fyrir Serbaleikina

Alfreð Gíslason, þjálfari A-landsliðs karla í handbolta, valdi í dag 17 manna landsliðshóp sinn fyrir umspilsleikina gegn Serbum sem fram fara dagana 9. og 17. júní í sumar, en þessi hópur spilar einnig tvo æfingaleiki við Tékka í upphafi næsta mánaðar. Hópurinn er hér fyrir neðan.

Björgvin Gústavsson Fram, Vignir Svavarsson Skjern, Logi Geirsson Lemgo, Bjarni Fritzson Cretail, Sigfús Sigurðsson Ademar Leon, Ásgeir Örn Hallgrímsson Lemgo, Arnór Atlason FCK, Markús Máni Michaelsson Val, Guðjón Valur Sigurðsson Gummersbach, Snorri Steinn Guðjónsson Minden, Ólafur Stefánsson Ciudad Real, Birkir Ívar Guðmundsson Lubbecke, Ragnar Óskarsson Ivry, Alexander Petersson Grosswallstadt, Hreiðar Guðmundsson Akureyri, Sverre Jakobsson Gummersbach og Róbert Gunnarsson Gummersbach.

Íslenska liðið kemur saman í Tékklandi þann 4. júní og leikur við heimamenn í Roznov þann 5. og 6. júní. Báðir leikir hefjast klukkan 18. Fyrri umspilsleikurinn við Serba fer svo fram í Lis klukkan 20 laugardaginn 9. júní og síðari leikurinn er í Laugardalshöllinni klukkan 20 á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Forsala á þann leik hefst á midi.is miðvikudaginn 30. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×