Valur er úr leik í Intertoto keppninni þrátt fyrir að hafa sigrað Cork City á útivelli í dag, 0-1. Cork City sigraði Val á Laugardalsvellinum um síðustu helg og því enduðu leikar samanlagt 2-1. Helgi Sigurðsson skoraði markið á 20. mínútu.
Cork City mætir Hammarby frá Svíþjóð í næstu umferð en með Hammarby leika íslendingarnir Gunnar Gunnarsson og Heiðar Geir Júlíusson.