Íslenski boltinn

Valsstúlkur fóru létt með hollensku meistarana

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Elísbet Gunnarsdóttir er að gera góða hluti með Valsliðið.
Elísbet Gunnarsdóttir er að gera góða hluti með Valsliðið. Mynd/Valgarður

Valsstúlkur kláruðu riðlakeppni Evrópumóts félagsliða með stæl í dag þegar þær unnu stórsigur á hollensku meisturunum í Den Haag með fimm mörkum gegn einu. Þar með fóru Valsstúlkur í gegnum riðilinn með fullt hús stiga, eða níu stig eftir þrjá leiki. Valur fer því í milliriðla sem hefjast um miðjan október.

Margrét Lára Viðarsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu báðar tvö mörk fyrir Val og Dagný Brynjarsdóttir eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×