Fótbolti

Kaka þénar 530 milljónir á ári hjá Milan

Kaka er tekjuhæsti leikmaðurinn í A-deildinni á Ítalíu
Kaka er tekjuhæsti leikmaðurinn í A-deildinni á Ítalíu NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan er tekjuhæsti leikmaðurinn í A-deildinni á Ítalíu samkvæmt ítarlegri úttekt Gazetta dello Sport. Kaka halar inn 5,9 milljónir evra í árslaun hjá Milan eða um 530 milljónir króna. Francesco Totti hjá Roma kemur næstur með 5,46 milljónir evra og þeir Zlatan Ibrahimovic, Adriano, Gianluigi Buffon og Patrick Vieira þéna allir 5 milljónir evra á ári eða 450 milljónir.

Það eru Milan-liðin sem greiða langhæst laun allra liða á Ítalíu þar sem AC Milan greiðir 118 milljónir evra (10,6 milljarða) í laun á ári og Inter 109 milljónir (9,8 milljarða). Juventus kemur í þriðja sæti með 97 milljónir (8,7 milljarða) í launagreiðslur, en talsvert bil er niður í liðið í fjórða sæti sem er Roma með 59 milljónir evra (5,3 milljarða).

Lazio er það lið sem fær mest fyrir peninginn ef marka má úttekt blaðsins því launakostnaður þar á bæ var ekki nema 17 milljónir evra (1,5 milljarða) á árinu og þó komst liðið í Meistaradeildina. Cagliari er nískasta liðið í A-deildinni og greiðir aðeins 11 milljónir evra (987 milljónir króna) í laun á ári - innan við 10% af launagreiðslum AC Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×