Handbolti

Loksins sigur hjá GOG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir GOG í gær.
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir GOG í gær. Mynd/Pjetur

GOG Svendborg vann loksins sinn fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær. 

GOG vann Fredericia í sannkölluðum Íslendingaslag, 25-24. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk fyrir GOG og Snorri Steinn Guðjónsson tvö.

Hjá Fredericia var Gísli Kristjánsson með eitt mark en þeir Fannar Þorbjörnsson og Hannes Jón Jónsson komust ekki á blað.

Þrjár umferðir eru búnar í dönsku deildinni en þetta var fyrsti tapleikur Fredericia á leiktíðinni. Liðið er nú í fjórða sæti en GOG í því níunda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×