Fótbolti

Varaforsetar í vanda

Spillingin virðist grassera sem fyrr á Ítalíu
Spillingin virðist grassera sem fyrr á Ítalíu AFP

Saksóknari í Milanó hefur hefur skipað þeim Adriano Galliani og Rinaldo Ghelfi, varaforsetum Mílanóliðanna Inter og AC að mæta fyrir rétt. Þetta er liður í nýrri rannsókn á spillingu í ítalska knattspyrnuheiminum.

Góður fréttirnar eru þær að mál sem höfðað var gegn forseta Inter, Massimo Moratti, hefur verið lagt niður. Rannsóknin gekk út á að komast til botns í meintu spillingarmáli þar sem ýmist of hátt eða of lágt kaupverð hafði verið gefið upp á leikmönnum til að "laga til" bókhald.

Forráðamenn Rómarliðanna Lazio og Roma hafa einnig verið kallaðir til yfirheyrslu vegna falsaðra bókhaldsgagna og samskonar rannsókn hefur verið hrundið af stað í Genóa og Tórínó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×