Erlent

Þjóðverji fékk Nóbelsverðlaun í efnafræði

Gerhard Ertl er 71 árs gamall í dag þegar hann tekur við Nóbelsverðlaununum.
Gerhard Ertl er 71 árs gamall í dag þegar hann tekur við Nóbelsverðlaununum. MYND/AFP
Þýski vísindamaðurinn Gerhard Ertl vann Nóbelsverðlaunin í efnafræði fyrir rannsóknir á efnaferli í föstum flötum að því er Sænska vísindaakademían skýrði frá í morgun. Ertl fær 93 milljónir í verðlaun fyrir rannsóknirnar sem hjálpa vísindamönnum að skilja ýmsa ferla í föstum efnum, eins og til dæmis af hverju járn ryðgar.

Þetta eru þriðju verðlaunin sem Nóbelnefndin tilkynnir í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 1901, en Alfred Nobel hafði í erfðaskrá sinni frá árinu 1895 óskað eftir því að þeim yrði komið á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×