Handbolti

GOG í annað sætið í Danmörku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri í leik með íslenska landsliðinu gegn Dönum á HM í Þýskalandi í janúar síðastliðnum.
Snorri í leik með íslenska landsliðinu gegn Dönum á HM í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. Nordic Photos / Bongarts

GOG Svendborg vann sinn fjórða sigur í röð í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta er liðið lagði Kolding á útivelli í gær, 30-28.

Þar með komst liðið í annað sæti deildarinnar og er nú tveimur stigum á eftir toppliði FC Kaupmannahafnar. Eftir slæma byrjun á mótinu hafa leikmenn GOG náð sér vel á strik en liðið er ríkjandi meistari í deildinni.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir GOG í gær og Ásgeir Örn Hallgrímsson þrjú.

Sex umferðum er lokið í dönsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×