Fótbolti

Enn er slúðrað um Kaka

Kaka
Kaka NordicPhotos/GettyImages

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan segist alls ekki útiloka að spila með Real Madrid í framtíðinnni, en bendir á að það sé forseta félaganna að taka slíkar ákvarðanir.

Hinn 25 ára gamli Kaka hefur ítrekað verið orðaður við Real Madrid á síðustu misserum og spænskir og ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Florentino Perez forseti Real muni gera aðra atlögu að leikmanninum í janúar. Þá hermdu fregnir í sumar að faðir Kaka hefði átt fund með forráðamönnum Real til að ræða hugsanleg félagaskipti þar.

Kaka sjálfur er ósköp rólegur yfir öllu saman, en lét sig ekki muna um að kynda undir annan klassískan orðróm þegar hann var spurður út í málið í gær.

"Ég er samningsbundinn Milan til ársins 2011 og hvorki mér né félaginu liggur nokkuð á að endurnýja hann. Forsetar liðanna verða að ræða saman svo hægt sé að ákveða eitthvað svona. Ef þeir komast að niðurstöðu - fínt - ef ekki, þá verð ég barra áfram hjá Milan," sagði Kaka og bætti við að landi hans Ronaldinho hjá Barcelona væri alltaf inni í myndinni hjá Milan.

"Í hvert skipti sem ég hitti Ronaldinho á landsliðsæfingum, spyr hann mig um Milan - um liðið og félagið í heild. Ég veit ekki hvort við getum fengið hann hingað en hann virðist sannarlega leiða hugann að okkur," sagði Kaka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×