Erlent

Flutningabílar loka Eyrarsundsbrúnni

Þjóðvegurinn um Eyrarsundsbrúnna milli Danmerkur og Svíþjóðar er nú lokaður fyrir umferð flutningabíla þar sem vöruflutningabílstjórar hafa sett upp vegatálma á veginum.

Jafnframt liggja ferjusamgöngur niðri við Fredrikshavn og Helsingör af sömu orsökum. Bílstjórnarnir eru að mótmæla mjög ströngum hvíldartímareglumn sem þeir verða að fara eftir svo og háum sektum ef þeir brjóta þessi lög.

Um 30 vöruflutningabílar loka fyrir umferðina frá Danmörku til Svíþjóðar um brúnna en lögreglan sér til þess að fólks- og sendibílar komist leiðar sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×